Hvernig er unnið?
Stjórnendaþjálfun byggist á reglubundnum viðtölum yfir skilgreint tímaskeið. Tíðni viðtala og lengd samnings er samkomulagsatriði (algengt er að samið sé til 4ra til 12 mánaða). Viðtölin eru ýmist augliti til auglitis, og þá gjarnan á skrifstofu þess, sem er í þjálfun; eða í gegnum síma. Sú aðferð hentar vel þegar um er að ræða  lengri fjarlægðir eða ef sá sem er í þjálfun, þarf starfa sinna vegna að dvelja erlendis.
Markmið með þjálfun er skilgreind og verkefni unnin milli funda.
Sjálfsmat í formi staðlaðra prófa er hluti þjálfunar og niðurstöður nýttar í viðtölum.
Lestur faggreina er hluti þjálfunar eftir því sem tilefni krefjast.

Í starfsaðferðum stjórnendaþjálfara felst m.a.:

  • Stjórnendaþjálfun skapar umhverfi sem styður þig í að fá skýrari sýn á sjálfan þig, með náinni hlustun, hnitmiðuðum spurningum, endurvarpi, með því að ögra þér.
  • Stjórnendaþjálfun styður þig í að þroskast í starfi og einkalífi með því að draga fram styrk þinn og hæfileika.
  • Stjórnendaþjálfun styður þig í að setja þér markmið sem hvetja þig áfram (frekar en að það þurfi að ýta þér fram á við).
  • Stjórnendaþjálfun styður þig í að breyta á jákvæðan hátt hugsunum og atferli.
  • Í stuttu máli, stjórnendaþjálfun hvetur þig til að brjóta upp stöðnuð mynstur og sækja fast að framtíðarmarkmiðum.

Með þjálfuninni brúið þið gjár...

  • ...milli þinna þarfa og markmiða annars vegar og krafna sem verkefni og hlutverks setja hins vegar.
  • ...milli neikvæðrar spennu sem skapast við það að vera ýtt úr “comfort zone” og yfir í jákvæðrar spennu sem fylgir því að stefna að afburðaárangri.
  • ...milli þess sem þú telur þig geta áorkað og þess krafts sem þú getur leyst úr læðingi með réttri hvatningu.
Senda Guðrúnu tölvupóst Senda Högna tölvupóst