Hvað er stjórnendaþjálfun?
Stjórnendaþjálfun er sértæk aðferð til gera einstakling hæfari til að setja sér markmið, ná árangri og vinna að eigin breytingaferlum. Stjórnendaþjálfun vinnur út frá sýn og markmiðum hvers einstaklings og/eða hópa, og frammistöðu viðkomandi.
Með stjórnendaþjálfun býðst fyrirtækjum tækifæri til að:
- þjálfa upp nýja leiðtoga
- efla þá stjórnendur, sem fyrir eru
- vinna með stjórnendum í gegnum róttækar breytingar
- gera teymi eða vinnuhópa skilvirkari
- vinna að lausnum afmarkaðra vandamála
Þekkingarlega á stjórnendaþjálfun rætur í kenningum stjórnunar, viðskiptaráðgjafar og vinnusálarfræði. Vinnan miðar að því að efla stjórnendur þannig að styrkur þeirra, sérkenni og skapandi hugsun nýtist til hins ítrasta. Unnið út frá markmiðum, verkefnum og lausnum sem stjórnandinn þarf að takast á við í daglegri vinnu, á lausnarmiðaðan hátt. Skilar þjálfunin sér því beint í starfsumverfi og rekstur (“earning while learning”). Stjórnendaþjálfun er ferli, en ekki einstakur atburður, og líkist hún þannig þjálfun afreksmanna í íþróttum.
Það er mikil áskorun að taka þátt í þjálfun sem þessari. Stjórnandinn er hvattur til að teygja sig lengra en hann taldi sér fært áður; að hærri markmiðum, í hraðari sókn, með aukinni skilvirkni, og, síðast en ekki síst, með betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Gildi, metnaður og framtíðarsýn þess sem er í þjálfun eru leiðandi ásamt markmiðum fyrirtækisins.
Arðsemi stjórnendaþjálfunar hefur margsannað sig. Kannanir hafa sýnt fram á sex til tífalda arðsemi þess fjár sem varið er til stjórnendaþjálfunar. Árangur sem kemur ekki strax fram í bókhaldi felst í bættum samskiptum yfir-og undirmanna, hnitmiðaðri verkferlum og hópvinnu, meiri starfsánægju og minni starfsmannaveltu, sérstaklega hjá lykilstarfsmönnum, og í ánægðari viðskiptavinum.
Í stuttu máli:
- Einstaklingar kjósa stjórnendaþjálfun því þeir vilja efla hæfileika sína, ná sem lengst, skapa skynsamlegt jafnvægi milli vinnu og einkalífs
- Fyrirtæki gefa völdum starfsmönnum betra tækifæri til að ná hámarksárangri og um leið að ná betri arðsemi.
- Allir hafa hag af.
|