Ávinningur.

  • Stjórnendaþjálfun skýrir og skerpir markmið einstaklinga og fyrirtækis.
  • Frammistaða einstaklinga samhæfist betur vinnuhópi og markmiðum fyrirtækis.
  • Stjórnendaþjálfun hámarkar styrk þinn og tryggir að hann nýtist.
  • Öll tjáskipti og boðleiðir milli stjórnenda, undirmanna og vinnuhópa verða skýrari.
  • Samskipti við innri og ytri viðskiptavini verða markvissari.
  • Einstaklingar verða ábyrgari fyrir eigin gjörðum og markmiðum.
  • Einstaklingar teygja sig út fyrir sín vanabundnu mörk, ætla sér meira en þeir töldu sig áður geta.
  • Stjórnendaþjálfun styrkir þróun og sköpunarkraft innan fyrirtækis.
  • Stjórnendaþjálfun auðveldar umræðu um erfið mál og lausn þeirra.
  • Stjórnendaþjálfun breytir rykföllnum hernaðaráætlunum í árangursmiðaðar aðgerðir.

 

Dæmi 1.

Rannsókn Manchester Inc.
100 æðstu stjórnendur stórra fyrirtækja voru beðnir um að meta reynslu fyrirtækja sinna af stjórnendaþjálfun. Tölurnar að neðan lýsa fjölda þeirra sem svöruðu hverri spurningu játandi.

Hagur fyrirtækja

Framleiðniaukning  53%
Aukin gæði 48%
Styrkur fyrirtækis 48%
Hærra þjónustustig 39%
Færri kvartanir viðskiptavina 34%
Festa æðstu stjórnenda 32%
Lægri kostnaður 23%
Aukinn hagnaður 22%

Hagur stjórnenda

Betra samstarf við yfirmenn 71%
Betra samstarf við undirmenn 77%
Betri liðsheild 67%
Betra samstarf við samstarfsmenn 63%
Aukin starfsánægja 61%
Minni ágreiningur 52%
Aukin helgun að sýn fyrirtækisins 44%
Betra samtarf við viðskiptavini 37%

Dæmi 2.

Fjarskiptafyrirtæki í Bandaríkjunum.
Stórt fjarskiptafyrirtæki réð Coaching.com til að annast þjálfun þegar fyrirtækið var að fara í gegnum endurskipulagningu og breytingar innra skipulags, stjórnunar  og söluferla auk þess sem ný afkomumarkmið voru sett upp. Fyrirtækið er með rekstur víða um Bandaríkin.

Fyrirtæki að nafni Triad í Chicago annaðist óháð mat á árangri.

67 stjórnendur í voru settir í stjórnendaþjálfun, allir í efstu lögum stjórnunar, og auk þess svæðissölustjórar. Fyrirkomulagið var þannig að allir fengu vikulegan fund með stjórnendaþjálfara, hver í 10 skipti.

 

Helstu niðurstöður árangurskönnunar voru þessar:
Hagnaðarhlutfall (ROI) fjár sem var varið í þjálfun mældist til skamms tíma 10 : 1.

  • Fyrirtækið missti ekki frá sér lykilstarfsmenn sem voru á leið út.
  • Jákvæðara vinnuumhverfi skapaðist
  • Tekjur jukust þar sem miðlungs sölumenn fóru að fara fram úr áætlunum
  • Tekjurýrnun á ákveðnum sölusvæðum snerist við með betra utanumhaldi á sölufólki
  • Langflestir þeirra sem tóku þátt tileinkuðu sér þjálfunaraðferðinar og fóru að beita þeim við undirmenn sína.
  • Samskipti yfirmanna og undirmanna urðu skilvirkari
  • Teymi og vinnuhópar náðu að vinna betur saman og straumlínulaga verkferli.
  • Stjórnendur urðu meðvitaðri um markmið fyrirtækisins og unnu betur í samræmi við þau.

Helstu vandamál sem upp komu, voru:

  • Margir þátttakendur töldu sig í upphafi eiga að fá hefðbundna ráðgjöf með beinni leiðsögn. Áherslan í stjórnendaþjálfuninni er hins vegar fólgin í aðstoða stjórnendur við að þróa eigin styrk og skapandi hugsun
  • Of mikil pressa skapaðist með vikulegum viðtölum. Réttara hefði verið að dreifa úr viðtölunum.
  • Lok þjálfunarferlisins var of snubbótt, það vantaði “exit strategy”, eins og til dæmis að bjóða upp á framhaldsþjálfun með viðtölum t.d. á mánaðar fresti eða sjaldnar um einhvern tíma.

Tilfinningagreind, stjórnendaþjálfun og afkoma ársins.
LM Spencer framkvæmdi rannsókn 1997 til að kanna hvað einkenndi helst afburðastjórnendur (www.inscopecorp.com/resources-papers-pm.aspx ). Rannsókn náði til 300 æðstu stjórnendum í 15 alþjóðafyrirtækjum. Niðurstöður sýndu að það voru fjórir þættir tengdir tilfiningagreind sem greindi stjörnuleikarana frá öðrum:

  • Krafturinn til að ná árangri.
  • Geta til frumkvæðis.
  • Lipurð í samstarfi við einstaklinga og hópa
  • Hæfileikar til að leiða teymi.


Auk þess skiptu máli hæfileikinn til að hafa áhrif á aðra, skynjun á innri gerð fyrirtækis (organizational awareness) og sjálfstraust. Það sem vekur sérstaka athygli er að tækniþekking eða hæfileikar byggðir á vitsmunum einum skoruðu ekki hátt, sérstaklega ekki þegar komið var upp í efstu lög stjórnunar stórfyrirtækja

Góð  tilfinningagreind skiptir ekki aðeins máli við stjórnun, heldur líka í öllum mannlegum tengslum á öllum sviðum fyrirtækis. Þjálfun þessarra þátta hefur margsýnt sig í að skila mjög góðum og mælanlegum árangri.

Stjórnendaþjálfun er öflugt tæki til að virkja tilfinningagreind. Þjálfunin stuðlar að betri stjórnunarháttum, betri samskiptum og greiðir fyrir lausnum á deilum innan fyrirtækis. Sú vinna skilar sér í bættum afkomutölum.
Senda Guðrúnu tölvupóst Senda Högna tölvupóst