Fyrir hverja er stjórnendaþjálfun?
Stjórnendaþjálfun er sniðin að þörfum þeirra, sem setja sér há markmið og ætla sér að ná þeim hratt og örugglega, hvort heldur markmiðin séu bundin vinnu eða einkalífi.

Hvað er gert í stjórnendaþjálfun?
Þó að leiðin að markmiðum sé kortlögð, þá er hún oft torsótt. Stjórnendaþjálfun styrkir þig í að stilla saman getu, innri hvöt (motivation), einbeitingu og markmiðssækni í eina rás.

Í stjórnendaþjálfun er þér ýtt upp úr hægindastólnum (comfort zone),  þú býrð þér til tækifæri, með stuðningi þjálfarans, til að hámarka styrk þinn, skapandi hugsun og stjórnunarhæfni og um leið til að virkja umhverfi þitt með þér. Gildi, metnaður og framtíðarsýn þín eru leiðandi og þau tengd gildum og markmiðum vinnu þinnar.

Hver er árangurinn?
Í stjórnendaþjálfun setur þú þér markmið til að vinna að. Árangur þarf að vera allt í senn, mælanlegur, raunsær, og skipta máli fyrir þig og þitt vinnuumhverfi. Ekki síst eiga þau að fá þig til að teygja þig lengra en þú telur þig geta náð.

Hver erum við

Högni Óskarsson:  Er geđlćknir og rekur lćknastofu á sviđi geđlćkninga auk ţess sem hann sinnir stjórnendaţjálfun , rannsóknum og kennslu. Hann lauk lćknaprófi frá Háskóla Íslands, sérfrćđinámi í Bandaríkjunum, auk náms í stjórnendaţjálfun frá Corporate Coach U í London 2004.

Guðrún Högnadóttir: Er þróunarstjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur við viðskiptadeild skólans. Guðrún er heilbrigðisrekstrarhagfræðingur að mennt en hún lauk BSPH og MHA prófgráðum frá University of North Carolina í Chapel Hill auk náms í stjórnendaþjálfun frá Corporate Coach U í London 2004.

 

Senda Guðrúnu tölvupóst Senda Högna tölvupóst